Ferill 380. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 380 . mál.


Nd.

658. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 39/1988, um bifreiðagjald.

Frá fjárhags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og leggur til að það verði samþykkt.
    Matthías Bjarnason og Friðrik Sophusson áskilja sér rétt til að flytja eða styðja breytingartillögur er fram kunna að koma.
    Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ, og Hannes Sigurðsson, hagfræðingur VSÍ, komu til viðræðna við nefndina um frumvarpið.

Alþingi, 23. febr. 1990.



Páll Pétursson,


form., frsm.


Þórhildur Þorleifsdóttir,


fundaskr., með fyrirvara.


Matthías Bjarnason,


með fyrirvara.


Friðrik Sophusson,


Jón Sæmundur Sigurjónsson.


Ragnar Arnalds.


með fyrirvara.


Guðmundur G. Þórarinsson.





Fylgiskjal.


Minnisblað Ara Skúlasonar, hagfræðings ASÍ, fyrir fund með nefndinni


23. febr. 1990 um frestun gjalddaga bifreiðagjalds.




1.     Í viðræðum fulltrúa ASÍ við ríkisstjórnina var lögð áhersla á að aðgerðir stjórnvalda til að draga úr hækkun framfærsluvísitölu beindust að því að lækka verð á brýnustu nauðsynjavörum, t.d. brauðum. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki talið sér fært að verða við þeim tilmælum.
2.     Með frestun gjalddaga bifreiðagjaldsins er verið að koma í veg fyrir að framfærsluvísitalan hækki 1. mars vegna þessa gjalds. ASÍ telur þessa aðgerð jákvæða enda er með henni komið í veg fyrir 0,3% hækkun á framfærsluvísitölu 1. mars miðað við upphaflegar áætlanir.
3.     Fulltrúar fjármálaráðuneytisins hafa viðrað hugmyndir við ASÍ um hvernig þeir geta hugsað sér að ná takmarkinu um 0,3% lækkun á framfærsluvísitölunni miðað við það sem annars hefði orðið. Okkur er ekki kunnugt um að búið sé að útfæra þessar hugmyndir endanlega.